Hinn væntumþykjandi áróður allt um kring

Áróður er eitt lævísaskta bragð til að koma skoðun sinni á framfæri. Eitt aðalinntakið í því er að setja hóp fram með neikvæðum formerkju t.d. afneitarar.

Við erum öll jafn sek um slíka notkun og það er lesandans að vinna úr því hvort hann láti það hafa áhrif á sig. Verra er áróður í fjölmiðlum því þar geta margir fjölmiðlar komið með sömu rullu og þannig sýjað frekar inn áróðrinum. Þetta var óspart notað á covid tímum sbr. ósprautaðir gegn sprautuðum. Þegar rykið síðan sjatnar þá oft svíður fólki að hafa verið gert að fíflum með að fylgja slíkum áróðri. Þannig komast fjölmiðlar oft upp með áróður því fólk skammast sín og vill að þetta fari burt frekar en að ýfa upp sárin.

Lævís áróður er hins vegar mun verri því hann er síendurtekin en yfirleitt inn í greinum (fréttum) með einu orði í setningu, mesta lagi einni setningu í grein. Dæmi um slíkt er hvernig konur eiga að svo erfitt uppdráttar í karlaheimi þrátt fyrir að hafa barist fyrir jafnræði í langan tíma. Þá eru þær alltaf undirgefnar körlunum. Þetta birtist t.d. í skrifum um stríðið í Úkraínu þar sem rússneskir hermenn eiga að vera svo vondir en á sama tíma eiga úkraínskir hermenn að vera englar. Slíkt passar auðvitað engan veginn við raunveruleikann. Tölum ekki um viðvarandi skotfæraleysi rússneska hersins sem hefur verið til staðar frá upphafi átaka.

Loftlagsmálin (climate change) eru yfirfull af áróðri. Lengi vel var notast við orðið afneitarar fyrir þá sem stukku ekki á vagninn. Reyndar mjög algengt orð að nota fyrir þá sem vilja skoða málin betur. Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um rannsókn á vindmyllum út í hafi. Niðurstaðan þar var að sjófuglar forðast vindmyllur. Í framhaldi var farið að fjalla um hugmyndir af vindmyllur hér á landi sem flestar eru á landi. Þar benti blaðamaður á jákvæðan hátt að vindmyllur væru góðar vegna loftlagsmála. Hann nefndi líka þá sem eru á móti en kallaði þá efasemdamenn. Þar með fauk hlutlægni fyrir hlutdrægni sem er í anda áróðurs. Eitt orð sem breytir öllu inntaki því tveir hópar fá ekki sama viðhorf, annar jákvætt en hinn neikvætt.

Það má margt segja um loftslagið en ef það væri ekki breytilegt þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Með því að nota svona almennt orð þá auðveldar það allan áróður.

Borgarlína er líka gott dæmi um áróður þar sem grípandi orð er notað til að útlista hugmynd án þess að ræða í smáatriðum hvað sé átt við. Þannig er ekki enn til rekstraráætlun fyrir borgarlínu en samt á að setja hana upp. Það gengur illa að halda úti núverandi strætókerfi, sem þarf samt að vera áfram, en það skiptir engu máli. Áróðurinn skal fá sínu fram, hvað sem það kostar.


Bloggfærslur 9. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband