Er ekki betra að vera alls ekki með í vindmylluorkuverum

Held það skipti alls kostar engu máli hvort við erum 30, 50 eða 100 árum á eftir í vindmylluorkuverum. Það er engin þörf á þeim því við getum annað orkunotkun á annan hátt. Neytendur þessa lands sem hafa náð niður orkuverði hafa ekkert að gera við pilsfatakapítalilsta sem vilja eyðileyggja náttúru landsins. Ef einhverntímann er þörf á háværum mótmælum þá væri það nú.

Alls staðar þar sem vindmylluorkuver eru sett upp þá hækkar raforkureikningur til neytenda. Hvað hefur Ísland að gera við óörugga orkuframleiðslu þegar við höfum mjög örugga orkuframleiðslu í gegnum vatnsorkuver? Til hvers að gera lífskjör verri á landinu? Hvað með að mæla hina raunverulegu mengun af vindorkuverum? Þjóðarinnar stærsta eign, náttúran, má hún ekki njóta vafans?

Er ekki komið nóg af kommum, eins og Guðlaugi, í Sjálfstæðisflokknum?


mbl.is Ísland 30 til 50 árum á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband