Eru verðtryggð húsnæðislán það versta í heimi?

Best að svara strax: Nei bara alls ekki.

Það var reiknað út einu sinni, að mig minnir kringum aldamót, að eiginfjár myndun með verðtryggðu húsnæðisláni hafi verið 5%. Sem er ágætis fjárfesting til lengri tíma.

Ástæða þessara skrifa var að ég rakst á þessi skrif á fjámálatipshóp á facebook og ég get vel tekið undir þessa reynslu af slíkum lánum:

"Verðtryggð lán - kannski ekki eins mikill óþverri og sumir vilja meina?
Ég hef verið að velta þessu svo mikið fyrir mér. Við hjónin höfum alltaf haft verðtryggt lán. Fyrir átta árum seldum við húsnæði og keyptum okkur stærra, tókum nýtt verðtryggt lán til 40 ára.
Við kaup greiddum við 50% út. Sem sagt áttum 50% eignarhlut og fengum verðtryggt lán fyrir 50%.
Í dag, 8 árum seinna eigum við 75% eignarhlut í eigninni. S.s. lánið stendur í 25% af virði eignarinnar.
Þegar ég núvirði upphaflegu lánsupphæðina þá er lánið í dag fjórum milljónum lægri en hun var upphaflega. Ekki hærri heldur lægri. Þegar fólk talar um að lán "hækki og hækki" er það ekki að núvirða raunvirðið?
Auðvitað veit ég að 4 milljónir er ekki mikið miðað við að vera búin að borga af láni í 8 ár og ef við hefðum haft óverðtryggt lán þá værum við búin að greiða mun meira niður. En við værum líka búin að borga mun meira á mánuði núna í þessari verðbólgu ef við værum með óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Þetta hefur hins vegar hentað okkur vel og við höfum leyft okkur ýmislegt annað. Auðvitað hefði verið best að taka óverðtryggt lán og festa vexti á réttum tíma en við vorum ekki nógu sniðug að gera það.
Mig langaði bara að koma með þetta innslag og okkar reynslu því mér finnst stundum þessi umræða vera svo einhliða. Og ég kem ekki undir nafni einmitt út af þessu hatri gegn verðtryggðum lánum. Að fólk sé að grafa sína eigin gröf með því að taka þau, en okkar reynsla er alls ekki svoleiðis"
 
Aðilinn sem skrifaði þetta var nafnlaus.
Málið er eldfimt en oftast gleymist að taka inn eignarhlutinn sem kemur þrátt fyrir verðtryggða lánið. Kerfislega virkar þetta og hvað er að því að fólk hafi val um hvort það taki verðtryggt eða óverðtryggt. Snýst þetta ekki á endanum um að geta haft þak yfir höfuðið en ekki hversu hratt eignarhlutinn hækkar?

Bloggfærslur 12. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband