Reykjavíkurborg afsakar lélegt skipulag

Hvaða snillingi datt í hug að gera breytingar á sorphirðu rétt fyrir sumarfrí? Það gefur auga leið að það skapast vandræðaástand, eins og sést vel á myndunum sem fylgja fréttinni.

Til að mynda má ekki setja ál lengur í almennt sorp og það á að fara með það á grenndarstöðvar og hvað bíður þín þar? Enginn gámur fyrir álið og hvað á þá að gera við álið?

Ekki nóg með að við eyðum miljónum í að flokka sorp, meiri keyrslu við að sækja, þá er ekki einu sinni hægt að skipuleggja breytinguna á vitrænan hátt.


mbl.is Grenndargámar borgarinnar stútfullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband