Fréttastofa Rúv í hitahelvíti

Í kvöld var ég gestur þar sem settar voru á fréttir Rúv og fyrsta frétt var hitinn í heiminum í dag sem á víst að vera á leið til heljar skv. Rúv. Fréttin stóð í um 7 mínútur. Veit ekki hvort það var 6 mínútur og 66 sekúndur en það hefði verið viðeigandi með undirspili frá Iron Maiden - Number of the beast.

Endist nú ekki fréttina að hlusta á þvæluna en inntakið var svipað og í viðtengdri frétt nema það þurfti hressilega að bæta í dramað. Hjörleifur Guttormsson væri hæstánægður með þessa frétt enda skrifaði hann á svipuðum nótum í Morgunblaðinu í dag.

Skrýtið samt að þetta fólk virðist ekki vita að fleiri deyja úr kulda en hita. Að met verður sett í ár brennslu kola í heiminum. Fyrir hverja þessi boðskapur um hlýnun á að ná til er vandfundið því meirihluti jarðarbúa hlustar ekkert á þetta. Af hverju heyrist ekkert í þessu fólki þegar kuldaköstin standa yfir? 

Hver er þá tilgangurinn með þessu? Að draga Evrópu niður í enn meira samdrátt? Að allir í heiminum hafi það jafnskítt og sérvaldir lifi lúxuslífi?

Það er ekkert mark takandi á þessum spádómum.

E.S. Vitið til að Bandaríkin og Evrópa eru að fara inn í samdráttartímabil. Til að komast út úr því verður að nota jarðeldsneyti. Þá skiptir hlýnunin engu máli því redda þarf lúxulífi fárra.


mbl.is Júlí heitasti mánuðurinn og hlýrri mánuðir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband