13.9.2023 | 00:11
Hvernig þjóðfélag viltu Katrín?
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er sífellt að tjá sig um samfélag og hvernig samfélagi hún vilji búa við. Gott og gilt þar sem hún býr í Reykjavík þá getur hún farið fram á að samfélagið sem býr í Reykjavík leiti eftir þessu. En hvað með þjóðina? Hún býr ekki öll í samfélaginu í Reykjavík.
Kjarni málsins er að samfélag er ekki sama og þjóðfélag. Allt tal um samfélag vísar til ótilgreindar stærðar sem getur átt við margt en samt ekkert skilt við fjölbreitileika. Fjölbreytni á meðal fólks kemur með karaktereinkennum, oft talað um sérvisku. Önnur nálgun er þegar hópar koma sér saman um ákveðin einkenni og lifir eftir þeim, óháð hvað almennt gerist hjá öðrum hópum.
Það er ekki fjölbreytni að kenna 7-10 ára börnum um kynlíf. Það er hægt að tala um að fólk vilji búa með öðrum af sama kyni, lengra þarf það ekkert að ná. Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra að koma slíkri fræðslu áfram, ekki skólakerfinu. Foreldrar bera ábyrgð á að börnin þeirra sýni umburðalyndi, ekki skólakerfið. Með þessu er ég að segja að skólakerfið er að seiglast alltof langt inn í líf barnanna sem í röng stefna.
Skólakerfið getur sýnt fram á fjölbreytni lífs án þess að þurfa að fara í nákvæmar skýringar. Hvað varð t.d. um trúarbragðafræðslu og mismunandi trúarbrögð? Hvar er umbyrðalyndið í skólakerfinu gagnvart slíkri fræðslu?
Forsætiráðherra ætti að bera virðingu fyrir því að það eru ekki allir sem vilja slíka fræðslu meðal ungra barna í skólakerfinu. Hvort skólakerfið vilji fræða 18 og eldri um þessi mál þá er það alveg frjálst.
Því börn eiga að fá að vera börn.
Kveðst hafa fengið fjölda skeyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)