4.9.2023 | 20:30
Eru allar teikningar af borglínu þá bara plat?
Dagur segir að það taki tíma að hanna: En það eru líka verkefni þar sem við þurfum að byrja frá grunni að hanna, eins og borgarlínan, sem tekur tíma að hanna, en er hins vegar komin vel á veg.
Er það virkilega? Í heil 15 ár er búið að sýna fólki teikningar hvað eftir annað en voru þær þá bara plat. Svona til að plata fólk til að fá trú á hugmyndinni.
Þessi eyðsluseggur, Dagur B., ætti að líta sér nær og vera komin með betur fullhannaðar hugmyndir áður en lagt er af stað. Þessi orð hans undirstrika ekkert annað en þetta borgarlínudæmi er algert kjaftæði sem er verið að plata inn á fólk.
Skattgreiðendur takið ykkur saman í andlitinu og hafnið samgöngusáttmálanum. Hann þarf að byggja á einhverju vitrænu.
Mikilvægt að það komi ekkert hik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)