Er Björn Bjarnason að spreða út upplýsingaóreiðu?

Björn Bjarnason fer mikinn í dag og sakar Anton Svein um að bera út upplýsingaóreiðu en lendir sjálfur í eigin valli.

Björn vill meina að bókun 35 svokallaða hafi alltaf verið innleid en hæstiréttur túlkaði málið ö-ðruvísi. Þetta er ein allsherjar upplýsingaóreiða. Því að dómstólum er ætlað að skera út um mál og ef þeir segja að þetta sé ekki svona þá á það ekki við. Bókum 35 hefur því enga lagastoð hér á landi og því vill Þórdís endilega keyra málið í gegn.

Björn er þannig staðinn að upplýsingaóreiðu og hefur lítið til síns máls að ásaka aðra um slíkt. Enda talar Björn ekkert um hvort Norðmenn og Lictenstein þurfi að innleiða það sama hjá sér.

Upplýsingaóreiða felst líka í að útiloka önnur sjónarhorn, eins og Björn gerir, og úttala sem misskilning og flokkpólitískt í stað þess að upplýsa sitt sjónarhorn með því að markmiði að ólíka sjónarhornið eigi sér ekki málsbætur.

Ég lít svo á að Björn, sem þarna notar vinsæla vinstri taktík, ræðst frekar á manninn en að koma frá sér málinu á skýran hátt því málstaðurinn er svo lélegur.

Stsðreynd: Bókun 35 hefur ekkert lagagildi á Íslandi, annars væri ráðherrann ekki að leggja það fram sem lög. Að halda öðru fram er upplýsingaóreiða.


Bloggfærslur 12. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband