17.10.2024 | 10:39
Vill einhver skattadrottninguna Kristrúnu?
Það er alveg með ólíkindum að lesa þetta að setja eigi auðlyndaskatt á orkumál, ferðamál og fiskeldi. Með öðrum orðum það á að drepa niður frumkvæðið í þessum málaflokkum.
Kristrún, framagosi, áttar sig ekki á því að það eru neytendur sem borga þennan skatt og engir aðrir. Heldur hún virkilega að þótt settur sé auðlyndagjald á orkumál að það fari ekki út í verðlag?
Framsaga hennar virðist engann veginn átta sig á því að þegar lagt er gjald á einum stað þá tekurðu frá öðrum. Aukinn skattur þýðir bara að fólkið í landinu hefur minna á milli handanna. Geggjuð framtíðsýn, ekki satt?
Fiskeldi í fjörðum hefur verið umdeilt og sagan frá Noregi er tvíbendin. Miðað við hversu auðvelt er að ná í sjó og nóg af landrými þá er frekar óskiljanlegt af hverju er ekki meira af landeldi. Dýrari fjárfesting en á sama tíma meira öryggi er varðar hvort fiskar sleppa úr kvíunum.
Í mínum huga er nóg komið af skattaæði stjórnmálamanna á Íslandi. Að setja það í búning auðlyndagjalds er lélegur feluleikur sem skilar sér illa til almennings.
Auðlindagjald á ferðaþjónustu, orkuvinnslu og eldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)