Ímynd(unar) pólitík

Það er orðið nokkuð ljóst fyrir þessar kosningar að þær snúast ekki um innihald heldur réttu ímyndina. Þannig er Samfylkingin að stimpla sig inn sem sérfærðinga/stofnanaflokk sem gefur fyrirheit um bönn, skatta og ekki hlustað á fólkið.

Miðflokkurinn leitar meira í ímynd stefnu sem miðar að herða eftirlit á landamærum og aðhald í fjármálum. Lofa ekki upp í ermina á sér en samt ekki að lækka skatta.

Ímynd Viðreisnar er að ESB sé sæluríki sem með inngöngu leysi öll vandamál landsins.

Ímynd Flokk fólksins er að við vinnum fyrir lítilmagnann.

VG hefur þá ímynd að opin landmæri séu af hinu góða ásamt öðru félagslegu opnu sem á að vera neytt ofan í fólk með góðu eða illu.

Aðrir flokkar hafa ekki ímynd og eru þess vegna í upplausn. Framsókn segist opin í báða enda en stendur ekki fyrir neitt. Píratar hafa aldrei staðið fyrir annað en upplaus og þá sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn veit ekkert hvað er að gerast í heiminum.

Ímynd þarf ekki að vera neikvæð og getur virkað vel eins og hjá Miðflokknum ef hún er nátengd stefnu. Ímynd Samfylkingarinnar hins vegar er ekki nátengd stefnu flokksins og með því að taka inn kerfisfólk þá eru þeir að stimpla sig inn sem flokk sem leitar í völd. Þeir taka meira segja verstu stefnuna að taka inn kerfisfólk því fólk í kerfinu á ekki að hafa völdin heldur að vinna fyrir fólkið í landinu. Nú er verið að brjóta það upp kerfisbundið.

Ég er sammála Eiríki að þetta er hættuleg leið og ekki til góðs. Kerifð á að vinna fyrir okkur en ekki hafa völdin yfir okkur.


mbl.is Þekkt andlit: „Ekki endilega góð þróun fyrir lýðræðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband