Sjálfstæðisflokkurinn verður undir 20% vegna tals um græna orku

Margir myndu vilja meina annað en þetta er samt risa þáttur af hverju Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki betri árangri. Allt tal um græna orku er á útleið og sífellt fleiri farnir að sjá í gegnum vaðalinn.

Gunnar Heiðarsson er hér með ansi góða samantekt um skaðsemi vindorkuvera og ekki síst hversu mörgum spurningum er ósvarað í skýrslum um vindorkuver. Ein góð spurning er hver á að borga uppbyggingu á vegum svo hægt sé að flytja og setja upp vindorkuver? Í samantekt Gunnars má lesa að hugmyndir í Fljótsdalshreppi þá er gert ráð fyrir að gamall sveitavegur geti borið umferðina. Á móti spyr ég af hverju var þá verið að byggja upp veginn um Fagradal þegar álverið var reist á Reyðarfirði?

Einn af feluleikjunum í kringum vinduorkuver að sýna ekki hvernig þau eru uppsett og hversu mikið jarðrask verður við það.

Að sjálfstæðisflokknum er það að segja að ætli þeir sér að tala um græna orku á fá þeir ekki atkvæði, ekkert frekar en VG. Fyrst og fremst er það vegna þess að það hefur voða lítið upp á sig að auka orkuver í landinu ef ekki á að efla línurnar sem bera þetta. Það er bara aldrei talað um það. Heldur fólk virkilega að með því að auka orkuframleiðslu um 50% eða meira að núverandi línur beri þetta.

Þótt margir eigi erfitt með að viðurkenna að það sé díselstöð í Hrúafirði til að anna eftirspurn þegar margir vilja hlaða rafbíla sína. Sú stöð er engin tilviljun því línurnar þangað eru ekki gerðar fyrir svona mikla aukningu á stuttum tíma. Til þess þarf að endurhanna og allan línuflutning orkunnar. Þetta er smáatriði í hugum margra sem tala um græna orku en í raun skilja ekki hvernig orkuflutningur á sér stað. Líklega halda að það kvikni bara á þessu eins og tölvu.

Staðreyndin er sú að ef sjálfstæðisflokkurinn vill komast yfir 20% þá verða þeir að fjarlægjast allar hugmyndir um græna orku og setja þetta í raunsætt samhengi.

 


Bloggfærslur 28. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband