Af hverju er valkosti í bílamálum líkt við afneitun?

Umhverfissinnar og rafbílaeigendur fara oft mikinn að saka eldsneytisbílanotendur um afneitun á staðreyndum. Ein slík grein var birt á visi.is eftir Sigurð Inga.

Taktík hans er að vissulega megi menn hafa skoðun en af hverju að afneita staðreyndum, sem hann telur auðvitað óhrekjanlegar. Þetta er taktík sem mikið er notuð af vinstri mönnum, sósíalistum, kommúnistum og jafnvel hægri mönnum en samt alltaf jafn léleg taktík.

Með því að nota orðið afneitun í heiti greinar þá strax missir hann marks. Þar með setur hann alla aðra en sem eru á sömu skoðun og hann skörinni lægra. Þeir afneita tilverunni eins og hún er, að hans mati. Auk þess hafnar hann rökum á móti með þessari aðferð.

Það er samt hægt að svara honum:

Að nota eldsneytisbíl er ekki afneitun eðlisfræðinnar. Þótt orkunýting við að stíga á inngjöf sé betri þá gleymist alveg hvernig verður orkan til. Alveg eins og með eldsneytið þá þarf að framleiða orkuna. Hér á landi er það gert með vatnsorku og gufuafli sem samt er ekki nóg því sumir þurfa varaaflstöðvar sem nota dísel til að halda fullum afköstum. Meira segja þarf slíka stöð í Hrútafirði því orkuöflun til staðarins er ekki nóg með raflínum á álagstímum. Með tilliti til þess þá skil ég ekkert hvað maðurinn á við með orkusóun eldsneytisbíla. Að horfa framhjá framleiðslu og dreifingu rafmagns er furðuleg yfirsjón.

Að rafbílar gefi heilbrigðari líf en eldsneytisbílar eru jafn furðulegt. Þar sem efnistaka í rafbíla fer fram er umhverfið ekki mjög heilbrigt með öllum díseltrukkunum sem þarf til að færa efnið. Tölum ekki síður um förgun bíla en þar stendur rafbílinn aftar en eldsneytisbíll við endurnotkun hluta. Tölum ekki heldur um allt plastið sem er notað í bíla.

Mýtan um endingu olíuauðlynda sem engin veit hver er eða er nærri að reikna svarar að mestu fyrir sig sjálf. Hvernig hann ætlar að framleiða rafbíl án eldsneytis (t.d. plastið) er mér borin von að skilja. Hvað þá að malbika göturnar.

Skil ekki hvað misskiptin olíuauðlynda hefur að gera með fólk sem notar eldsneytisbíla. Ekki kemur fram hvernig hann vilji framleiða orkuna á annan hátt. Gætum líka talað um hvort nóg hráefni sé til í að framleiða rafbíla fyrir heiminn.

Hin eilífu loftlagsmál sem engin sönnun hefur verið færð á né sýnt fram á að sé af mannavöldum eða öðrum völdum. Honum til óhapps þá eru sífellt fleiri að stökkva af loftlagsvá vagninum enda sýnt sig að sé líkara trúabrögðum (trúarbrögð nota mikið orðið afneitun) og svindli.

Sé ódýrar að reka en eldsneytisbíl ætla ég ekki að deila um en ef eldsneytisbíllinn skortir eldsneyti þá þarf ekki að draga bílinn í burtu eða fá eldsneytisstöð til að hlaða bílinn. Fyrir utan það þá geta ansi margir eldsneytisbílar auðveldlega keyrt 500 km án stopps. Rafbílar eru það nýjir að viðhaldskostnaður liggur ekki fyrir samanburðarhæft.

Fyrir mína kosti þá vel ég eldsneytisbíl og helst díselbíl. Dýr leiktæki til að komast á milli staða finnst mér ekki spennandi kostur. Vonandi nýtur Sigurður Ingi sín í rafbílnum en að telja mig og aðrar eldsneytisbílhafa í afneitun er af og frá.


Bloggfærslur 29. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband