Viðtalið lýsir vel vanskapnaði vindmylluorkuvera

Það helsta er að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun (eign landsmanna) á að jafna út orkuleysi vindmylluorkuvera sem geta keyrt á ca 40$ afköstum yfir tíma. Hvernig dettur einhverjum heilvita manni að ríkisfyrirtækið eigi að láta orku af hendi svo einkaaðilar geti grætt?

Þetta er bara fáránleikakeppni að standa í að setja þetta upp á þennan hátt.

Í annan stað talar hann um að vindorkuver séu ódýrari í rekstri og gefur upp tölurnar 700 á vatnsorku og 200 á vindmyllur. Inn í þann reikning er vitanlega ekki gert ráð fyrir niðritíma. Hljómar í eyrum mínum eins og góð blekking.

Þriðja lagi talar hann ekkert um hver á að bera kostnaðinn af uppsetningu og endurnýjun raflína. Hann sleppir þessum hluta viljandi vegna þess að það er kostnaður sem ríkið á að bera í gegnum Landsnet nema hvað þeir fá aldrei að setja upp neitt. Hafið í huga hversu oft er búið að kæra Suðurnesjalínu en endurnýjun hennar var forsenda fyrir Hvammsvirkjun. Hvað eigum við að gera við alla þessa vindmylluorkuver ef ekki á að endurnýja og bæta raflínukerfið?

Fjórða lagi sleppir hann alveg að tala um mengun og uppbyggingu vega sem er nauðsynlegt svo þetta komist upp.

Fimmta lagi talar hann ekkert um áhrif á dýralíf en hér þar sem fjallað er um stóraukningu á strandi hvala, höfrunga og hákarla eftir að vindmylluorkuver voru sett út á sjó.

Nei hér á að græða á daginn (á kostnað ríkis og fólksins í landinu) og grilla á kvöldin (líklega með gasi þar sem rafmagnið er ekki nógu stöðugt).


mbl.is Pláss fyrir 4-5 vindorkuverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband