17.11.2024 | 23:36
12 ára hugmyndir um borgarlínu ekki kominn lengra
Ótrúlegt eins oft og japlað er á borgarlínu þá er enn verið að vinna með frekar hráa skýrslu um legu línunnar. Ekki einu sinni þá hægt að segja að allt sé komið og þetta er bara 1 hlutinn. Þarna er engar smá breytingar á gatnakerfi með tilheyrandi röskun sem lítið er útlistað t.d. tvær brýr á friðuðu svæði.
Þegar rennt er yfir þennan fyrsta hluti þá sést svo vel hveru óendanleg þvæla þessi hugmynd er. Væri ekki nær að laga núverandi kerfi, auka tíðni og sjá hvort að grundvöllur sé að fara út frekari framkvæmdir.
Nú þegar er búið að tefja mikilvægar gatnamót við Bústaðarveg út af borgarlínu. Þar er mikil slysahætta en Reykjavíkurborg tefur málið. Hvað finnst eiginlega íbúum Breiðholts um þessa töf? Það er ekkert voða gaman að keyra af Stekkjarbakka og ætla sér þaðan upp á Bústaðarveg. Fara yfir þrjár akreinar.
Hættið þessu gæluverkefnið. Komið á betra leiðarkerfi með tíðari ferðum fyrir brotabrot af þessar hugmynd. Líklega væri hægt að koma upp fínu kerfi fyrir minni kostnað er aðeins fyrsti hluti á að kosta.
![]() |
Lega borgarlínu breytist í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2024 | 12:14
Lygavaðall Viðreisnar
Með tali flokksins um aðild að ESB þá gengu þau fram síðasta vetur með þá hugmynd að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hins vegar fylgir ekki sögunni verði aðild neitað hvað ætli flokkurinn að gera í framhaldinu. Létt skautað framhjá verði niðurstöður ekki þeim í hag.
Hins vegar lýgur flokkurinn algerlega þegar kemur að hvað aðild hafi upp á að bjóða. Það er staglast á lægri vöxtum, hagstæðari gjaldmiðill og minni sveiflum. Gæti alveg orðið um minni sveiflur en það fylgir ekki sögunni hvað fylgir minni sveiflu.
Skoðum land sem er á jaðrinum og tók upp Evru fyrir fáum árum, Króatíu. Þar búa í dag um 3,8 miljónir en voru 4,5 miljónir um aldamót. Fæðingatíðnin er -0,1 (sama við fyrir Ísland er 3,0) sem þýðir að unga fólkið flýr og eftir er sístækkandi öldrunarþjóðfélag. Landsframleiðsla á mann er meira 3x minni en á Íslandi (23 þús dollarar á móti 73 þús dollarar árið 2023). Hagvöxtur var 3,1% á síðasta ári meðan hann var 4,1% á Íslandi. Atvinnuleysi var 6,1% í fyrra meðan það var um 3% hér á landi. Verðbólgan var 7,9% en var víst hærri hér á landi en ekki 2-3% í ESB landi eins og Viðreisn talar alltaf um.
Þessi samanburður sýnir vel hvernig Viðreisn, með þögninni, segir okkur voða lítið hvað felst í ESB aðild. Það eru ekkert algerlega grænir skógar að ganga þar inn. Ef tekið er mið af vöxtum í þá sést að þeir eru ekki algerlega samhæfðir og ef við miðum við lönd eins og Eystrarsaltsríkin þá eru húsnæðisvextir rúmlega 5% og neysluvextir á bilinu 12-13% (sjá hér). Þetta er allt annar hljómur en Viðreisn segir okkkur.
Auk allra hinna ókostanna að aðild að ESB, eins og við borgum meira en fáum, þá ættu flokkar ekki að fá að koma svona fram við kj́osendur. Þessi leit mín tók innan við hálftíma að finna allt annað en Viðreisn heldur fram. EES samningur var að hálfu leyti logið inn á þjóðina. ESB aðild er alger lygi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)