Hvað borgar Kópavogsbær fyrir innihaldslausa skýrslu um borgarlínu?

Þessa dagana kynnir Kópavogsbær skýrslu um borgarlínu. Furðulega hrá skýrsla um 1 áfanga borgarlínu þar meira er útlistað öðru en því sem skiptir Kópavogsbúa máli. Allt voða flott upp sett með litfögrum myndum og texta sem reynist frekar innihaldslaus.

Byrjum á þessum texta: "Borgarlína gegnir lykilhlutverki í að styðja framtíðarsýn Kópavogsbæjar í samgöngumálum." Furðulegt að ég sem Kópavogsbúi hef aldrei séð neinn flokk, neinn texta eða þaðan af framtíðarsýn um þetta. Hvaðan kom þessi framtíðarsýn og hvenær fékk ég sem kjósandi að segja eitthvað um það - aldrei. Það er byrjað að valta yfir fólk um mál sem aldrei hefur verið kosningamál í Kópavogi og allt í einu er það orðið framtíðarsýn.

Þetta verður ennþá betra: "Borgarlína er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgasvæðisins til 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. HA! síðan hvenær var það ákveðið? Nú er kjörnir fulltrúar farnir að ganga ansi langt yfir fólk að það á neyða ofan í okkur þessar samgöngur. Þetta á nefnilega að ná 20 þús manns á klukkustund.

Til þess að ná þessum fyrsta áfanga þá þarf að fara í gegnum frekar mikla umferðagötu sem er með húsgörðum og bílastæðum. Ekkert er minnst á bílastæðin en sagt að þurfi eitthvað að hliðra til, svona sagt frekar í hálfkæringi en einhverri almennilegr útlistun. Jú það bíður bara eftir kynningu á deildarskipulagi sem á mannamáli þýðir að það er of seint að bakka út. Fyrir íbúa götunnar er þetta heljarinnar mál því þeir missa stæði og garða en á það er ekkert minnst. Farið verður nærri friðarlandi en taka þarf að klettum sem setja skemmtilegan svip á götuna í dag.

Svo punkturinn yfir i-ið af innihaldsleysi. Loftlagsmálin verða að fylgja með þótt vandséð er hvar þau komast að því ekki er enn búið að velja vagna, hversu mikið þarf að róta upp o.s.frv. Miklu púðri og mörgum blaðsíðum um loftlagsmál sem eiga að verða svo mannbætandi. Skrýtið samt að í svifrykinu á höfuðborgasvæðinu er ekkert minnst á sand sem fýkur af suðurlandi eða það að hreinsa göturnar. Það sem setti mig algerlega á gat var staðhæfingin um að það eigi að rigna meira. Hef heyrt um ísöld, þurrka, steikjandi hita, hækkandi sjávaryfirborð en meiri rigningu hefur alveg farið framhjá mér.

Það sem algerlega skortir í þessa skýrslu er hvað á að gerast. Hvernig fara framkvæmdir fram? Er svona mikil eftirspurn að fara í 101 Reykjavík? Af hverju á íbúi sem býr nær Mjóddinni að fara í 101 Reykjavík áður en hann fer í 110 Reykjavík? Mun borgarlína leysa vandann að fara á milli hverfa, milli bæjarfélaga og hverfa innan þeirra?

Alveg með ólíkindum að eftir 12 ár kemur dýr hráskýrsla (sem við fáum ekki að vita hvað kostar) sem er svo innihaldslaus að best væri að hætta strax við allt saman. Efla frekar núverandi kerfi með áherslum á lausnum milli hverfa, hanna fleiri hringkerfi og nota betur austari tengingu á höfuðborgasvæðinu milli sveitafélaga.


Bloggfærslur 19. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband