24.11.2024 | 13:46
Mun vinstrið sigra í kosningunum?
Alveg örugglega vegna þess að 80% flokkanna eru vinstriflokkar.
Á hinu frekar illa lesanlega visi.is hendir Óli Kári handklæðinu og segir að vinstrið muni vinna. Eiríkur Bergmann gengur lengra og segir hægriflokka popúlíska með stefnu sem byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Ekki kemur frekari lýsing á þessari fullyrðingu sem satt að segja er algerlega innihaldslaus.
Nú vilja margir meina að stefna flokka sé oft með hægri áherslur en því miður er lítið innihald fyrir þeirri fullyrðingu. Ég lít á þetta svona:
VG og sósíalistar allra lengst til vinstri. Popúlískir og óstjórnhæfir.
Píratar ekki langt frá vinstri og jafn óstjórnhæfir.
Framsókn heldur að sé miðjuflokkur en ofursmitaður af vinstri áherslum eða réttara sagt engu.
Viðreisn fær einhvernveginn að halda hægri stimpli en er ansi langt til vinstri. Þversagnir og innihaldsleysi í málflutningi með ólíkindum.
Samfylkingin reynir að fela vinstristefnuna en tekst það engan veginn. Lítið innihald í plani.
Flokkur fólksins vill vera borgarlegur en missir sig hvað eftir annað í vinstri stefnu.
Sjálfstæðisflokkurinn til að aðgreina hann þá álitsgjafar að kalla hann hægriflokk en afar lítið í stefnu þeirra er hægri pólitík. Eru samt á jaðri miðjuflokks.
Miðflokkurin er miðjuflokkur sem reyndi wokeisma í síðustu kosningum en snúa sér að öðru en ná samt engan veginn hægri stefnu.
Lýðræðisflokkurinn og Ábyrgð framtíð vilja hægri stefnu sem nota bene fleiri flokkar munu færa sig yfir í næstu kosningum þegar árangur Trumps á niðurskurði koma í ljós.
Niðurstaðan er augljós vinstri stefna mun sigra (líkt og í Bretlandi) með hörmulegum afleiðingum svikinna loforða, skulda aukningar, skatta hækkana og þar fram eftir götunum. Þó held ég að ESB þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram (en ef kæmi til þá verður aðild hafnað og stjórnin fellur).
Ef sú stjórn endist í fjögur ár þá fáum við raunsærri stjórn næst en það mun kosta sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)