7.11.2024 | 10:04
Skattaóðir sósíalistar
Það er með eindæmum að lesa hvað eftir annað skattabrjálæði sósíalista. Samfylkingin vill ganga að sjávarútvegi og fiskeldi dauðu, Píratar vilja ekki að fólk eigi pening eða safni pening, Framsókn vill kílómetragjald (líklega vegna þess að eldsneyti er að lækka í verði), Viðreisn og Flokkur fólksins er einnig með eitthvað brjálæði sem ég man ekki í augnablikinu.
Enginn flokkur, fyrir utan Lýðræðisflokkinn, leggur beint til skattalækkunar.
Hvernig stendur á þessu sósíalistabrjálæði að hækka skatta endalaust og halda að þjóðríkið sé betur rekið? Þannig halda þessir flokkar að tekjuhliðin sé það sem skiptir máli. Hins vegar er staðreyndin sú, hvort sem er fyrirtæki, fjölskyldur eða stærri rekstrareiningar þá skiptir kostnaður jafn miklu máli, ef ekki meira. Til að mynda fyrir fyrirtæki þá er ekki hægt að ganga að því að auka sölu eða hækka verð út í eitt. Þess vegar skiptir kostnaður svo miklu máli.
Þetta skilja sósíalistar ekki.
Þetta skyldi sósíalistinn Harris ekki og tapaði kosningum. Listinn hér á landi til að spara er svo langur að það tæki örugglega heilt kjörtímabil að vinda ofan af þessari skattabrjálæðisstefnu sósíalista. Þjóðfélagið verður ekkert betra með svona skattlagningu. Hið rétta er að það verður verra og almenningur hefur það verr.
Til að fá stöðugan gjaldmiðil er grunnforsendan að fjárlög skili hagnaði. Með öðrum orðum að hagstjórn sé stöðug.
Þetta skilja sósíalista ekki og halda að upptaka annars gjaldmiðils leysi einhver mál eða að ganga í samband sem étur uppi alla hag af eigin stjórn mála.
Sósíalistaflokkar eru ekki spennandi kostur.
Leggja til að hækka skatta á háar fjármagnstekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)