8.11.2024 | 10:41
Derrick mættur á svæðið
Derrick var þýskur sjónvarpsþáttur á 9 áratug síðustu aldar um lögreglumann sem leysti sakamál. Víðir er svo sem ekki á þeirri línu en spurningin er frekar hvaða mál hefur Víðir leyst.
Hann var gerður í raun afturreka með stefnu sína í kófinu. Varðandi Grindavík þá hafa málin þróast af mikilli forræðishyggju gagnvart íbúum í nafni öryggis. Ekki hefur verið reynt að leysa málin í samvinnu við íbúa heldur gengið út frá þröngum forsendum, svipað og í kófinu. Jafnvel á mjög gráu svæði lagalega í báðum málum.
Nú sækist Víðir eftir að taka þátt í lagasetningum en hvernig hann brást við þessu fyrrnefnda gefur ekki góð fyrirheit um hvernig nálgast skal lagasetningar. Ef forræðishyggja á að ráða þá hentar það mjög illa í lagasetningar.
Hitt er svo annað mál að textalýsing á þessu viðtali þá kemur hann mjög illa út og svarar eins og báknsins maður frekar þunnum svörum. Ekki tekin afgerandi afstaða til málsins og virðist frekar lítið inn í því sem hann er að tala um. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir Samfylkinguna.
Til gamans er hér mynd af Derrick.
Munu skattleggja hárgreiðslufólk, smiði og pípara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)