1.12.2024 | 01:51
Jákvæða/neikvæða úr kosningunum
Það jákvæðasta er að ESB er hafnað. Þótt Viðreisn stækki þingflokkinn þá er þar samt samsvörun við fylgisminkkun þegar ESB var nefnt. Annað jákvætt að Píratar og VG detta af þingi er lítil eftirsjá eftir þeim enda verið að hafna málaflokkum þeirra: loftlagskrísu, woke og nýrri stjórnarskrá. Sem enn styður að ESB er ekki inni, jafnvel þótt Viðreisnarfólk vilji meina annað en engin aðild er möguleg nema breyta stjórnarskrá.
Það neikvæða er að kerfisflokkur er stærstu(kannski næst stærstur þegar þetta er skrifað) en sé vilji til að minnka báknið þá færðu ekki kerfisfólk til þess. Samfylkingin vill líka hækka skatta og það er alveg ótrúlegt að fólk skuli kjósa að minnka ráðstöfunartekjur sínar. Hefur almenningur á Íslandi það svona gott? Plan flokksins eða stefna er ávísun á efnahagsleg vandræði en ekki breytingar eins og þeir hafa auglýst.
Það besta er samt að vinstra wokið er algerlega á útleið enda líklega aldrei verið neitt stórt hlutfall sem var hrifið af þeirri stefnu. Loftlagsmálin eru líka á undanhaldi enda ein allsherjar blekking sem smátt og smátt er verið að vinda ofan af.
Ef ætti að rýna í stjórnarmyndun þá er voða lítið um fína drætti þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)