21.12.2024 | 16:14
Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
Þessi stjórn er ávísun á algeran glundroða. Hér er verið að lofa gífurlegum fjárútlátum, miklum skattahækkunum á suma atvinnustarfssemi og setja evrópumálin á dagskrá sem enginn bað um eða vildi í kosningunum.
Eftir að hafa lesið yfir þessi 23 atriði (sum hver mjög lík) þá er ekki verið að gera neitt sem kemur almennt Íslendingum til heilla. Hér er verið að upphefja aldraða og öryrkja án þess að útskýra hvernig að afla eigi fjár til þess.
Þjóðaratkvæðagreiðsla mun sundra þjóðinni og alveg ljóst að einhver flokkur tapar og fer af þingi í næstu kosningum. Hvers vegna? Setjum upp sviðsmyndir:
Samþykkt - þá er Flokkur fólksins að fara gegn stefnu sinni og því enginn grundvöllur fyrir flokkinn áfram enda búinn að svíkja kjósendur sína.
Ekki samþykkt - þá er Viðreisn og líklega Samfylgingin búið að vera því höfnun á þeirra helstu áherslumáli þýðir endalok.
Að draga krónuna óþarfa niður með að fá enn eina skýrsluna um gjaldmiðla er sóun á almannafé.
Margt orðið voða loðið og innihaldslaust (sem kemur ekki á óvart) en lítið um hvaða aðgerðir eigi að gera til að framkvæma. Hvernig á að hækka lífeyri þegar skila á minni halla á fjárlögum á sama tíma?
Tækifærisinnar eiga ekki að vera í forsvari.
![]() |
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)