Skaðræði ríkisstjórnarinnar er hafið

Það á að samþykkja bókun 35 og ráðherra sem var á móti er allt í einu að virða samkomulag. Nei þú ert að fara gegn samþykkt þinni þegar þú samþykktir að vera þingmaður. Þér ber að fara eftir samvisku þinni en ekki samkomulagi.

Það er orðið þegar nokkuð ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar að bruna í ESB þótt þjóðin vilji ekkert fara þangað.

Hverju vill stjórnin hreykja sér af þegar unga fólkið flýr eins og gerst hefur í löndum sem nýlega hafa farið inn. Líklega er þeim alveg sama enda komnar í feitt embætti í Brussel og þurfa ekki að borga skatta.

Lélegt var plaggið en verri eru fyrstu skilaboðin.


Bloggfærslur 23. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband