29.12.2024 | 18:03
Að segja sig til sveitar
Það er lygilegt að fylgjast með evrópusinnum sem halda að með því að segja sig til sveitar þá gangi betur að stjórna landinu. Þessi stjórn vill segja öllu til sveitar en er þá einhver þörf á alþingi?
Við getum þá bara sagt af okkur helstu málum og stjórnað sveitastjórnum svipað og gert var undir Dönum. Líklega vilja þessar konur, sér í lagi Þorgerður, geta fengið feitt embætti í Brussel, leiðinlegustu borg Evrópu, að sumbla þar og þykjast hafa eitthvað um málefni landsins að segja.
Evrópusinnar halda að með bókun 35 gerist ekkert fyrir innanlandslög en réttur landsmanna verði betri í Evrópu. Samt geta þeir ekki útskýrt almennilega hvað felst í þessari fullyrðingu. Ekkert frekan en hvort Norðmenn og aðrir voru þvingaðir til að samþykkja svona bókun. Þessi bókun mun alltaf, á einhverjum tímapunkti, stangast á við stjórnarskrá landsins. Það eitt og sér nægir til að samþykkja ekki þessa bókun.
Þessi minnimáttarkennd evrópusinna er frekar skrýtin. Í einu orði gera þeir sig gilda en lyppast niður eins rakkar þegar stóru löndin birtast á sviðinu.
Að segja sig til sveitar þýðir að við höfum engin áhrif á stjórn landsins. Evrópusinnar halda því fram:
- Að við getum samið um fiskveiðar og við höldum fullum yfirráðum yfir stjórn landhelginnar. Eitt orð nær yfir þetta: BRANDARI. Stendur ekki steinn yfir steini þegar þetta er skoðað út frá reglum ESB. Að halda því fram að Malta hafi full yfirrráð yfir sínum 12 mílum er léleg samlíking við 200 mílur íslenskrar landhelgi. Fyrir utan það yrði kvótinn ákveðinn í Brussel en ekki hér á landi.
- 6 þingmenn á evrópuþinginu af 700+ eitthvað. Held það heyrist meira í randaflugu.
- Yfirráð yfir jörðum og hvernig landið er nýtt. Þetta er nú nógu slæmt en versnar enn frekar við inngöngu. Mér þykir vænna um land mitt en að það verði vindmyllukraðak fyrir Evrópu. Orkuframleiðsla er í algeru rugli í Evrópu og það er ekki Íslendinga að leysa úr því með að gerast framleiðendur og almenningur verði fáttækari en fyrir öld síðan.
- Setti inn viljandi fullyrði hér að ofan því fullyrðingar um nýjan gjaldmiðil, tekur fjölda ára og lægri vexti, sem eru mjög breytilegir í ESB er sífellt verið að blása út sem sannleik án nokkurra vísbendinga um að geti ræst. Tal um lægri verðbólgu er á álíka plani.
- Að Íslendingar fái svo mikið án þess að það kosti neitt. Því miður felst í aðild að það kostar mjög mikið, marga miljarða á ári. Að fá eitthvað til baka í styrkjum breytir því ekki að þú borgar alltaf meira en færð.
Mig langar ekkert að segja mig til sveitar en værum við ekki bara betur sett að leita í vestur átt? Þeir hafa allavega stjórn á sínum orkumálum og geta snúið fjárhagsmálum á rétta braut. Annað en hnignandi ESB.
Valkyrjur koma og fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)