10.2.2024 | 23:06
Orkuskipti verða ekki á þessari öld
Liggur nokkuð ljóst fyrir að orkuskipti verða ekki á þessari öld og fyrir því eru nokkrar ástæaður.
1. Það er ekki til efniviður í rafhlöður á jörðinni ef skipta á út öllum bílum og nota rafmagn.
2. Mörg lönd sem segjast ætla að minnka jarðeldsneyti hafa aukið notkun síðustu ár.
3. Flug og siglingar eru óhentugar á lengri leiðum séu þau rafknúin og tæknin til þess er á frumstigi.
4. Meirihluti landa í heiminum fylgir annarri stefnu en að minnka jarðeldsneyti.
5. Plast í bílum er búið til með olíu. Plastið léttir bílinn og því verður bíll enn þyngri ef sleppa á plastinu.
6. Malbik er ekki lagt án olíu. Þyngri bílar meira slit á malbiki og rafbílar eru yfirleitt um 50% þyngri en jarðeldsneytisbílar.
7. Ef rafmagnslaust er þá kemst enginn neitt.
8. Þú ferð ekki á rafbíl yfir ár eða upp á hálendi.
9. Líklega má týna meira til eins og lygina um hættuna af jarðeldsneyti.
Hugmyndin um að nota rafmagn til að búa til vetni þýðir að henda þarf út núverandi ferli í framkvæmdum á leyfum fyrir virkjunum. Ein virkjun í 7 ára ferli eða meira. Það bara gerist ekki neitt sem ýtir undir orkuskipti á þessari öld.
Nær útilokað að ná markmiðum um orkuskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)