Svifryk en enginn vill sópa

Þessi staðlaða tilkynning sem kemur 1x til 2var á ári er algerlega ómarktæk. Þar er ekkert talað um að sópa göturnar þrátt fyrir að hiti hafi verið yfir frostmarki í marga daga. Það væri svo auðvelt að minnka svifryksmagnið ef göturnar væru sópaða, þó ekki nema bleyttar til að halda þessu niðri.

Nei bílaandmóðsbölræðan skal ráða og þrálátlega staglað á þessu á hverju ári en pössum okkur á að koma ekki með neinar lausnir. Hið illa farartæki, bílinn, skal fara með öllum ráðum.

Þversögnin í tilkynningunnni er samt enn fyndnari. Þar sem segir að nýta skuli almenningsamgöngur eða vistvæna ferðamáta en toppa síðan með að takmarka útiveru og forðast áreynslu við stórar götur. Sér sá sem skrifar þetta ekki eigin þversögn?

Legg til að á næsta ári verði settar fram tillögur til lausna þegar þessi árelga tilkynning verður send út.


mbl.is Aukið magn svifryks í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband