21. öldin þar sem fólki í heiminum fækkar.

Það er farið að sýjast inn að fólksfækkun er framundan á þessari öld (sjá hér). Ekki nóg með að fæðingatíðnin snarlækkar í heiminum þá eldast íbúar landa ansi hratt. Þetta þýðir að núverandi hagkerfi þarf að taka breytingum því eins og þetta er sett upp í dag þá miðar allt við fólksfjölgun.

Ekki má heldur gleyma því að fólksfækkun er ekki bundin við vesturlönd og Asíu heldur á sér stað um allan heim (minnst í Afríku).

Slíkar breytingar hafa í sögunni leitt af sér miklar umrótanir. Slíkt umrót þýðir ekki að allt sé á leiðinni til fjandans þar sem tækifæri leynast einnig í slíkum breytingum. Segja má frekar að hagfræðin þarf að taka sig saman í andlitinu og benda á leiðir til að takast á við fólksfækkun og aldursamsetningu landa.

Við sem lifum fram að miðri öld sjáum ekki miklar breytingar en afkomendur gætu orðið vör við breytingar á seinni árum lífsskeiðs.


Bloggfærslur 22. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband