Er gervigreind einhver greind

Í dag fara fjölmiðlar mikinn og margur um gervigreind. Þetta sé allt að því að leysa heimsins vandamál en gervigreind svokölluð svo greind?

Í rauninni því alla sýna þekking fær gervigreindin frá því sem var vitað áður. Hún skapar ekki nýja þekkingu út frá órökrænu samhengi. Upplýsingum sem er safnað og koma með niðurstöðu byggja ekki á órökrænu samhengi heldur einmitt raðað eftir rökrænu samhengi. Gervigreindin lærir ekki nema sem fyrir hana er sett eða getur sótt á einhvern hátt.

Til samanburðar við manninn þá orðatiltækið brennt barn forðast eldinn verulega útskýrandi í því samhengi. Barnið lærir, á órökrænan hátt, að eldurinn meiði þig og ber að forðast. Þetta getur gervigreind ekki lært nema það sé sérstaklega tekið fram. Gervigreind hefur ekki skynjun til að læra út frá. Með því má segja að þetta sé ekki greind.

Það að safna upplýsingum og vinna úr gerir þig ekki endilega greindan. Þetta er færni og flýtir alls konar ferlum við verkefni. Þótt svokölluð gervigreinda öpp hafi búið til tónlist, gert myndir, myndbönd og fleira þá er þetta allt unnið út frá þekktum stefum. Í mínum huga eru þessi öpp meira sem leiktæki en eitthvað sem nýtist.

Af öllu má segja að öll þessi upplýsingasöfnun gerir hluti oft leiðinlegri. Það vantar einhvern sjarma - hið órökræna.


Bloggfærslur 28. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband