Verkalýðsforustan er ekki pólitískt stjórnarafl

Með þessum samningum er verkalýðsforustan að ganga fram sem pólitískt stjórnarafl. Þau stjórna ekki í landinu og þau bera enga ábyrgð á stjórnun landsins en heimta samt þætti sem hefur með stjórnun landsins.

Þetta er ekkert annað en lögleysa og vitleysa. Það gengur ekki upp að sveitafélögin ráði ekki sjálf eða ríkið komi inn til að liðka fyrir samningum. Til lengdar þýðir þetta ekki annað en að verkalýðsforustan gengur lengra og lengra en án allrar ábyrgðar.

Þessir samningar leiða líklega til viðvarandi verbólgu og hátt vaxtastig. Af hverju? Jú því einhvernveginn þarf að fjármagna dæmið og ríkskassinn er nú þegar rekinn með tapi. Viðvarandi taprekstur ríkiskassans leiðir af sér verðbólgu því einhvernveginn þarf að ná í fjármagn til að standa undir skuldunum.

Ekki mun verkalýðsforustan sjá til að þess að skuldirnar verði greiddar.

Þessir samningar eru ekki að vinna með launafólki.


mbl.is „Auðvitað vill maður alltaf meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband