13.5.2024 | 15:04
Frekju- og hrokapólitík
Flestir þekkja til freka pólitíkusarins sem vill fá sínu fram hvað sem á bjátar. Í raun má segja að stundum er gott að vera fylgin sér en engum er samt gott að vera of frekur í framgangi sínum.
Hroki í pólitík er líka þekkt og hver man ekki eftir orðunum "þið eruð ekki þjóðin".
Ef farið er yfir flokkana þá væri Framsókn síst til að nota þessa taktík því þeir einfaldlega sveigja bara af leið. Þeir samt ganga yfir fólk með sífelldum nefndum og samningum sem lítið kemur út úr en telst varla vera frekja eða hroki, frekar sem vinagreiði. Miðflokkurinn kemur úr ranni Framsóknar þannig að það er ekki alveg komin reynsla í hvaða átt þeir leita.
Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar stunda allir frekjupólitík sem gengur út á afar takmarkað hvað þeir vilja. Halda að það sé skýrara fyrir almenning en er bara sértrúa þáttur fyrir fáa.
Sjálfsstæðisflokkurinn reynir að feta af frekjupólitík og hroka en dettur yfirleitt öðru hvoru í þann gír.
Samfylkingin er allra verst í þessu því hún stundar bæði stöðugt. Það skiptir engu máli hver er í brúnni eða hvort séu í stjórn eða stjórnarandstöðu. Dagur B. er í forsvari fyrir þá þar sem hrokinn lekur af þeim í þeirri mynd að hann gerir aldrei mistök heldur var það einhver annar. Kannski var þetta bara misskilingur eins og bæjarstjóri Kópavogs segir þegar hún var gerð afturræk með tillögu (komst í gegn hjá Sjálfsstæðismönnum en er ekkert annað en krati).
Hroki í pólitík er það allra versta því auðmýkt þarf að vera til staðar hjá kjörnum fulltrúum. Þeir eru kosnir af fólki en ekki settir sjálfviljugir í embætti. Þannig birtist hrokinn sem að þeir séu allra þótt hið rétta er að aðeins fáir hafa áhuga eða fylgja. Þeir sem nota hroka vilja að aðrir séu undir þeim og geta ekki samþykkt að jafningja eða að aðrir geri betur.
Það átakanlega skortið auðmýkt í kosna fulltrúa landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)