23.5.2024 | 11:48
Fáránlega léleg þýðing á greininni
Vissulega er inntak greinarinnnar að fiskiolíur geti leitt til hjartaáfalla en það þarf að lesa alla greinina því þar segir neðst:
We recommend buying it from only a handful of reputable companies, and from their specific website, Isaacson said. The difference in quality between fish oil stored in a hot warehouse thats close to expiration and fish oil thats recently been produced, sent directly from the company, and kept in the home refrigerator is night and day.
Sé tekið inntakið af þessu enska texta þá er verið að amast út í stór fyrirtæki, eins og Amazon og Wallmart, fyrir að geyma ekki fiskiolíurnar á köldum stað. Ef þær eru geymdar við of hátt hitastig þá eykst möguleikinn á skemmdum, sem gætu leitt að niðurstöðum rannsóknarinnar.
Með öðrum orðum þá er ekkert verið að hafna lýsi eða fiskiolíu heldur að undirstrika að það þarf að geyma þær á köldum stöðum til að halda virkni sinni.
Alveg hreint óþolandi hvað íslenskir fjölmiðlar slá fram einhverju einfaldlega vegna fáránlegra lélegra þýðingar á efninu. Svo finnst þeim í lagi að fá ríkisstyrk - skammist ykkar.
Segja lýsi auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)