Hver eru efnahagsleg áhrif vindmylluorkuvera?

Þessari spurningu er lítið svarað því sífellt er bent á orkuna en ekki hin almennu áhrif á efnahagslífið. Rúv fjallar í dag um vindmylluorkuver og segir réttilega að mörgum spurningum sé ósvarað. Annað sem lítið er talað um hversu lélegt viðskiptamódel vindmylluorkugarðar eru. Þeir eiga að hafa 25 ára líftíma og alveg óljóst hvað tekur við eftir það. Talað er um að reisa rafeildsneytisverksmiðjur en hver á þá að skaffa þeim orku eftir 25 ár?

Tökum nokkur ósvöruð dæmi (ekki í úr grein Rúv):

  • Hver á að borga eflingu tengivirkja til að standa undir aukningu í framleiðslu?
  • Er jarðvegur endurnýtanlegur?
  • Hver á að borga niðurrif?
  • Hvað tekur við ef ekki er hægt að framlengja lífi vindmylluorkuversins? Hver á þá að skaffa orku til afhendingar fyrir t.d. verksmiðjur?
  • Ef banna á eldsneytisbíla - hvernig á þá að flytja vörur í verslanir, flytja ferðamenn eða sinna hjálparstarfi ef engin aukaorka hefur komið til?
  • Hvers vegna er umræðan ekki um eflingu tenginga frá orkuverum áður en þau eru reist?
  • Hvers vegna hefur engin skýrsla komið fram opinberlega um þær vindmyllur sem þegar hafa verið reistar (minnumst þess hvernig gekk að fella þær í Þykkvabæ)?
  • Af hverju er ekki gengið út frá reynslu af t.d. einu orkuveri áður en hugað er að fleiri kostum?
  • Hvers vegna má ekki virkja meira af vatnsöflum?
  • Ef náttúran á að njóta vafans eru vatsvirkjanir þá ekki minna mengandi?
  • Hver borgar ef dæmið stendur ekki undir sér vegna bilanna, vindmyllur falla eða eru ekki nógu skilvirkar?
  • Við samning á sölu orku með vindmyllur en þær ná ekki að sinna t.d. vegna logns eða of mikils vinds, hver á þá að líða skort ef sú staða kemur upp?

Ég er viss um að það séu fleiri spuringar en sem viðskiptamódel þá er þetta galin leið nema eitthvað sé ljóst hvað gerist eftir 25 ár. Hingað til hefur ekkert verið minnst á slíkt né hvað gerist ef framleiðsluna skortir. Bara ætt áfram eins og þetta sé hið besta fyrir umhverfið (sem það er alls ekki) og skili einungis ábata.

Ábata fyrir hvern?


Bloggfærslur 17. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband