28.6.2024 | 15:04
Enginn launamaður verður ríkur af lántöku
Heimsýn bloggið tók saman skemmtilegan samanburð á húsnæðislánum milli Íslands og Danmerkur. Í stuttu máli þá eru raunvextir lítið lægri (jafnvel hærri) í Danmörku. Þarna var reyndar ekki tekinn inn annar kostnaður sem oft leggst á fyrir utan vaxtatöflur.
Eitt sinn keypti frændi minn hús í Danmörku og þetta er langt frá því að vera eitthvað einfalt dæmi. Vextir voru kannski lægri en alls ekki af allri upphæðinni. Þeir nefnilega hækkuðu eftir því sem veðsett var meira. Samanburður er ekkert einfaldur enda aldrei heyrt að þeir sem kaupa eignir á norðurlöndum telji sig eitthvað betur setta en með eignir á Íslandi.
Húsnæðismarkaður á norðurlöndum hefur einnig verið óstöðugri svo að eignamyndun þarf ekkert að vera meiri þrátt fyrir lán séu ekki verðtryggð.
Þetta leiðir líka hugann að launum á Íslandi. Það tala allir um að eignir séu orðnar svo háar í verði en enginn minnist á hvort að launin séu ekki einfaldlega orðin of há. Var að tala við bróður minn sem býr í Noregi, og búið þar í 30 ár, um laun. Þegar ég sagði honum mín laun þá hváði hann - laun eru orðin alltof há á Íslandi.
Ríkisstarfsmenn eiga margir eftir að semja. Ef þeir ætla að fá meira en á almennum markaði þá erum við að tala um verðbólgu. Það þarf nefnilega að fara skera á þessar sífelldu launahækkanir. Draga aðeins saman seglin, lækka verðbólgu og sætta sig við að launamaðurinn getur ekki fengið allt.
Ferðaþjónustan þarf að hætta þessu væli og fara í innri endurskoðun. Vindmyllubarónar á að henda út í hafsauga (enda martröð fólks sem vill lága verðbólgu). Ríkið þarf að átta sig á því að það á ekki að vera stærsti vinnuveitandi landsins.
Margt fleira má týna til en sífelld lántaka gerir alla fátæka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)