7.6.2024 | 12:17
Bruðl í samgöngumálum í stað skilvirkni
Hugmyndin af samgöngusáttmálanum var póltísk auglýsing því nánast ekkert af honum hefur skilað sér. Mikilvægustu gatnamótin eru látin óhreyfð (við Sprengisand) en í staðinn eytt ógrynni fjár í brú sem skilar takmörkuðum árangri.
Vandamálið í með borgarlínu og strætó er flestar ferðir eru fram og til baka. Til að ná almennilegri hagræðingu þarf að búa til hringferðir í báðar áttir. Þannig næst mun betri nýting en eftir því er ekki unnið því að á Íslandi þarf alltaf að finna upp hjólið með of háum kostnaði.
Fossvogsbrúin breytir alltof litlu og kemur í raun alltof seint þegar búið að tala um þessa framkvæmd í meira en áratug. Nær væri að gera göng frá Hafnarfirði. Til að ná hagræðingu og fækkun bíla þá reynirðu fyrst að minnka umferð frá jaðrinum. Borgarlína kemur ekki einu sinni nálægt því.
Borgarlína er misheppnuð aðgerð og miklu nær væri að hætta við samgöngusáttmálann. Vinna þetta upp á nýtt út frá hagræði þar sem unnið er út frá heildarmynd en ekki óskahugmyndum fárra.
Segja bruðlað með skattfé borgaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)