Að blekkja sjálfan sig með kolefnisjöfnun

Kolefnisjöfnun er fyrirbæri sem gengur aldrei upp hvernig sem litið er á málið. Einstaklingur segist kolefnisjafna sig, td. eftir flugferð, með því að planta tré. Málið er bara að það tekur tugi ára að ná þessum kolefnisjöfnun og hvað þá með allt hitt sem einstaklingurinn gerir?

Fólk er fyrst og fremst að blekkja sjálft sig og telja sér trú um að það sé að gera góða hluti. Sá sem selur þetta er auðvitað hæstánægður að fá pening, plantar trjám og þegar svæðið er fullt að afhenda það öðrum. Frekar auðveldur peningur það.

Fyrir utan vitleysuna að þurfa að kolefnisjafna sig þá er aldrei nægt landsvæði til að gera koma á jafnvægi í því sem fólk framkvæmir. Syndaaflausnin er því ekki einu sinni tölunnar á skjánum virði.

Að sveitafélög í landinu skuli vera að elta svona vitleysu sýnir ábyrgðarleysi sveitastjórnarmanna. Þeir virðast meira elta tískufyrirbrygði, skjótan gróða en að framkvæma af ábyrgð til framtíðar. Nákvæmlega það sama og kolefnisjöfnun er.


mbl.is Fá 5% af sölu kolefniseininga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband