Fyrsta lýsing á umhverfisáhrifum vindmylluorkuvers

Það var kominn tími til að eitthvað rataði í fjölmiðla um hver áhrif vindmyllur hafi á umhverfið. Lesturinn er ekki fagur og margt sem segir að betra sé heima setið. Rýnum nánar í textann:

1. Það er staðhæft að orkuverið skili 209 MW af rafmagni en ekkert nánar farið út hvort það sé stöðugt eða tilfallandi. Samanber að vatnveituorkuver skilar í fullri orku en minna þegar vatnsbúskapur gengur verr.

2. Sjónmengun er ekki talin vandamál en ætti ekki eitthvað sem skagar 200 metra upp í loft að sjást víða. Líklega mun þetta sjást úr Hrútafirði. Auk þess eiga að vera ljós ofan á hverri vindmyllu og 29 ljós sjást ansi víða í myrkri.

3. Á 47 hekturum á að leggja 16 km af vegum og strengi í jörðu. Sem þýðir að jarðvegurinn verður ekki nýttur í annað eftir að orkuverið er lagt niður. Segir meira segja í textanum að ljóst er að jarðvegur utan virkjuninnar muni einnig bera þess bætur vegna raforkustrengja. Flæði vatns gæti breyst á svæði virkjuninnar. Talað er um að færa þyrfti búsvæði álfta án þess að tekið sé fram hver á að borga það.

4. Telja þeir að fuglar muni ekki lenda í spöðum og tala um 0,39 áflug sem segir leikmanni nákvæmlega ekki neitt.

5. Hljóðmengun á ekki að vera vandamál nema fyrir Sólheima sem leggja til jörðina. Furðuleg staðhæfing þar sem hljóð getur barist langar vegalengdir, sér í lagi þegar engar fyrirstöður eru vegna fjalla.

6. Ekki orð um hvort hægt sé að endurheimta jörðina eftir notkun vindorkugarðsins eða hver eigi að borga niðurrif. Þar sem þetta er í einkaeigu hver á þá að borga uppsetningu raflína inn á kerfi landsins.

Mér finnst þetta ekki fögur lesning og alveg ótrúlegt að umhverfissinnar skuli láta svona óskapnað sér í léttu rúmi liggja. Staðfesting á eyðileggingu lands er ótrúlega mikil og miklu meiri heldur en af vatnsaflsvirkjun.

Er ekki kominn tími til að vakna!


mbl.is Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband