30.7.2024 | 12:15
Mega ríkisstarfsmenn ekki segja sannleikann?
Þetta svar ríkissaksóknara er nú frekar þunnt og segir frekar að ríkisstarfsmenn eigi að þegja og láta allt yfir sig ganga. Hver getur síðan veitt ríkissaksóknara áminningu um að vernda ekki betur starfsmenn sína?
Auðvitað er svona málatilbúningur út í hött og ekkert sem bannar Helga að tjá sig svona. Hann einungis vitnar í staðreyndir og kemur þeim til skila. Ætlast Sigríður til að svona staðreyndir komi einungis í fréttatilkynningum sem hún sleppir auðvitað að senda út.
Nú er orðið ljóst að hér er ekki verið að hugsa um hag Íslendinga né starfsmanna á vegum þjóðarinnar.
Þeim beri að hlýða kalli þagnarinnar og múlbindingu vanhæfninnar.
Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)