Verður staðið við samgöngusáttmálann?

Líklegasta svarið er bara alls ekki. Minnumst þess að fyrir 5 árum var skrifað undir plagg voru skráð 17 atriði þar sem talað var um umferð og borgarlínu. Af þeim áttu 10 að ljúka 2024. Efndirnar hafa verið 3 lokið og einn í vinnslu sem klárast á næsta ári.

Fyrir það fyrsta þá er enginn peningur til fyrir þessu og forgangsröðunin er röng (fengu skammir fyrir það). Af þessum 10 atriðum sem áttu að ljúka 2024 þá voru 3 tengd borgarlínu en það hefur nákvæmlega ekkert gerst þar. Hvernig ætli efndir verði við þetta samkomulag?

Flestir formenn lofa samkomulagið enda flestir formenn vilhallir að hækka endalaust skatta (það eru jú tekjur, ekki satt?). Af þessum formönnum þá talar enginn um endurbætur á strætókerfinu. Borgarlínuhugmyndin á að hafa leyst málið sem er bara kolrangt.

Hvernig væri að endurskipuleggja strætókerfið alveg frá grunni sem miðar að höfuðborgasvæðið sé eitt svæði þar sem miðdepilinn er nærri Smáralind. Þá loks væri hægt að tala um eitthvað kerfi sem myndi skila árangri. Önnur leið er að gera hringkerfi og miða við hraðbrautir en sleppa að fara of mikið inn á þrengri svæði. Minni vagnar myndu sjá um það. Við hraðbrautir væri hægt að nota stærri vagna. Alltof oft sé ég stóra vagna keyra inn í hverfi og þeir kannski fyllast 1x á ári en þeim mun oftar kannski með 20% nýtingu. Hvernig væri að nota peningin til að breyta samsetningu flotans til samræmis við notkun?

Að lokum hvernig væri að troða því úr hausnum á sér að notendur strætó hafi svo rosalegan áhuga á að fara í 101 Reykjavík. Þessi áhugi er bara alls ekki til staðar og því mun strætókerfið aldrei ná góðri skilvirkni meðan sú hugmynd ræður öllu.


mbl.is Þetta segja forystumenn í flokkunum um sáttmálann:
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband