10.9.2024 | 10:38
Sjáum til lands ef höfnum bókun 35
Eins og venjulega sjáum við til lands í baráttunni við verðbólguna á kostnað almennings. Þeir launalægstu finna mest fyrir þessu meðan hinir efnameiru þurfa eitthvað að draga saman en hefur engin úrslitaáhrif.
Það á að hækka skatta til að ná þessu fram. Auðvitað í nafni einhvers annars en sem raunsætt er, eins og loftlagsmál. Kolefnisgjald skal hækka svo allir þurfi að kaupa sér dýrari bíla og ríkið fái meira í formi virðisauka og annarra gjalda. Enn er fylgt sömu nauðung þótt lítill sé áhuginn enda óraunsætt að rafbílar séu lausnin. Einfaldlega vegna þess að það er ekki til hráefni í heiminum til að rafbíla væða bílaflota heimsins. Auk þess er flest að þessu framleitt með jarðeldsneyti eða rafmagnið búið til með því. Hvernig er þá kolefnisleysi náð?
Bókun 35 er enn verra mál. Að reglur ESB verði rétthærri en íslensk lög er ekkert annað en landráð. Að halda því fram að þeetta hafi lítil áhrif er aleger þvæla. Fyrir það fyrsta þá er ESB í miklum kröggum og viðvarandi lágur hagvöxtur. Til að vinna á því er aukinn miðstýring, fleiri reglugerðir og aukinn kostnaður á fyrirtæki sem aftrar vexti. Alþingismenn halda að þeir séu stimplarar og þurfi ekki að gæta íslenskra hagsmuna. Með bókun 35 þá verða flestir alþingismenn óþarfir því umræður verða óþarfar. Bókunin sér til þess að ESB reglugerðin eða lögin gangi fram fyrir íslensk lög.
Það væri óskandi á alþingismenn ynnu að íslenskum hag.
Sjáum til lands í baráttunni við verðbólguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)