Loksins skynsemistal um borgarlínu

Það er ekkert nýtt að Seltjarnarnes hafi sett fyrirvara við borgarlínu enda lítið sem sveitafélagið fær út úr þeirri línu. Formaður bæjarráðs sveitafélagsins fer samt með rétt mál og bendir á loforðaflaumur sem stenst í raun enga skoðun.

Þarna á að æða áfram, líkt og í fyrri sáttmála, án þess að fjármögnun sé til staðar og hvða þá að áætlanir geri ráð fyrir meiri kostnaði. Þetta stenst enga almennilega fjármálaætlun enda verður að setja upp sviðsmyndir. Hvað ef kostnaður eykst verulega, lítillega umfram áætlun. Hvernig fjármögnum við dæmið?

Þessu er algerlega ósvarað og jafnvel án sviðsmynda er dæmið algerlega vanreiknað/ofreiknað varðandi kostnað/tekjur.

Þreytist seint á því að byggja ofan á núverandi kerfi eykur ekki fjölda notenda. Einfaldlega vegna þess að takmarkanir og mikill tími sem fer í notkun farþega. Kerfið er svo letjandi en það vill enginn endurskoða kerfið með það í huga hvernig megi auka nýtingu og fjölga farþegum. Þeir eiga bara að koma að sjálfu sér vegna þess að kerfið á að vera svo gott.

Áratugsrugl um borgarlínu skánar ekki við krot á blað.


mbl.is Óábyrgt að samþykkja samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband