Hafa norðmenn samþykkt bókun 35 við EES samninginn?

Nú fer utanríkisráðherra aftur fram  með bókun 35 að það sé svo nauðsynlegt að ná henni í gegn. Björn Bjarnason er helsti styrktaraðili hennar í ritheiminum og vill meina að þetta snúist um rétt Íslendinga í Evrópu varðandi samninginn. Með 3. gr í samningnum er ekki nógu afgerandi sett fram hvaða reglur gilda og því hafi íslenskir dómstólar sett íslensk lög framar þegar upp hafa komið vafaatriðið.

Fann grein á netinu síðan 2022 þar sem sami málatilbúningi er haldið uppi og segja má að Björn Bjarnason sé að nota þá grein sem leiðarljós. Þar er líka verið að amast yfir að Íslendingar samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust allt sem kemur frá ESB varðandi EES samninginn. Ein rökin varðandi sama rétt er að Spánverji eigi að njóta sama rétta og Hollendingur stofni hann fyrirtæki í Hollandi. Bæði löndin eru í ESB svo að þessi rök eru ansi þunn hvað varðar EES samninginn.

Ekki er ég lagalærður en sé samt ekki enn hvers vegna þurfum bókun 35 nema vegna þess að eftirlitsstofnun skammaði þjóðina fyrir að setja sín lög framar.

Að lokum er ósvöruðu spurningunni: Hafa norðmenn samþykkt bókun 35 við EES samninginn?


Bloggfærslur 13. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband