21.9.2024 | 00:31
Hvað áttu að sjá í Reykjavík?
Það er fullt af fólki sem gengur en það gengur ekki í þessum hluta Reykjavíkur og aðal ástæðan er af þvi að umhverfið er ekkert aðlgandi. Að ganga frá Granda upp á Hlemm er ekkert spennandi, ekkert frekar en að ganga upp á Suðurlandsbraut eða í Skeifuna. Það er bara leiðinleg gönguleið og hefur minnst með að bílar hafi einhvern forgang.
Ef við horfum til ferðamanna þá vilja flestir ganga Sæbrautina af því að þar er útsýni sem fæstir sjá í öðrum borgum. Þeir eru ekki að fara í Skeifuna.
Annars myndi ég vilja að miðbær Reykjavíkur væri í Skeifunni. Þar er hægt að gera göngugötu, meira skjól en vestur í bæ og eins og er lágreistar byggingar þannig að sólin skín. Auk þess er skjól í norðanátt vegna byggðar í vogunum. Framsýni borgarfulltrúa snýst um steypu og kalda andrúmsloftið sem fæstir nenna að sjá.
Gerðu umhverfið meira aðlagandi og þá kemur fólk gangandi, hjólandi, í strætó og á bíl.
Reykjavík of leiðinleg fyrir gangandi vegfarendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)