11.1.2025 | 16:55
Sparnarðartillögur ríkisstjórnar eru eins og megrunarkúrar
Í flestur tilfellum virkar þetta ekki. Fyrir það fyrsta, eins og í megrunarkúr, þá er staðfestan í byrjun en freistnin er of mikil. Þegar upp er staðið verður þetta sparnaður hér og þar sem er færður í aðrar eyðslur. Sem sagt tilfærsla á fé.
Ef viljinn er til að breyta um kúrs og leggja út frá sparnaði þá er fyrsta skrefið að vilja það sjálfur. Hægt er vissulega að fá hjálp en sé viljinn ekki til staðar, þe. freistingar látnar í friði, þá verður lítið um efndir. Held geti alveg staðhæft að þetta þekkjar allir sem það reyna.
Vandamál stjórnmálamanna er freistnin og óttinn við að komast ekki aftur á þing. Þannig er mun auðveldara að lofa útgjöldum en að standa við aðhald. Fram að bankahruni á þessari öld þá fylgdi ríkisstjórn þeirri leið að greiða niður skuldir en síðan hefur lítið sést til þeirrar stefnu. Upp frá síðasta áratug hefði verið auðvelt að fylgja þessari stefnu en freistnivandinn var of mikill.
Það sama gerist núna.
Einhverjar tillögur eru settar í framkvæmd en það mun ekki lækka skuldir. Sjáið bara til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)