Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu

Orkuskortur hefur verið tuggann síðasta árið og nú skal virkjað eins og enginn sé morgundagurinn. Ýkt setning en samt um margt raunsæ. Það er svo sem engin þörf á að setja virkjanir um allar trissur en vissulega þurfum við fleir virkjanir ef við ætlum að halda stjóriðjunni í landinu.

Ólafur Páll Jónsson skrifar grein á visi.is um Hvammsvirkjun og meintan orkuskort. Bendir þar á að aukning raforkuneyslu hafi ekki aukist það mikið síðasta aldafjórðung að hægt sé að réttlæta ofurmargar virkjanir (vatns, gufu eða vind). Gott mál að fá aðra skoðanir og vissulega sýnir fram á að þörfin er ekki alveg svona yfirdrifin líkt og hefur verið í umræðunni.

Hins vegar endar hann á að missa þráðinn og misskilja hlutverk stjóriðju. Margir hafa haldið því fram að allt í lagi sé að missa eitt álver út og nota rafmagnið til einkanota. Þessi mantra er gengu ekki upp því með sölu til stjóriðju þá lækkarðu verðið á rafmagni og auk þess kemur inn gjaldeyrir á móti því sem fer út. Þótt hagnaðurinn sitji ekki eftir á landinu þá lækkar stóriðjan verðið því tapið í dreifingu minnkar.

Með því að setja drefiningu enn meira til einkanota þá eykst dreifitapið. Spá orkustofnunar sýnir vel fram á þetta. Þetta þýðir einfaldlega að orkuverð mun hækka mun hraðar en t.d. verðbólga. Fyrir utan það að með tilkomu vindorkuvera mun orkuverð hækka enn meira.

Spá orkustofnunar er frekar óraunsæ. Hún gerir ráð fyrir allt að tvöföldun orkunotkunar á 25 árum. Sem þó hefur ekki aukist innan við fjórðung af því 25 árin á undan. Lyktar vel af pantaðri niðurstöðu um rafbílavæðingu, ásamt því að flug og skip komi einnig inn. Ekkert slíkt er að fara gerast sem sést vel á stöðnun rafbílasölu og rök um bílasala almennt dregist saman stendur ekki heldur undir sér.

Reiknidæmið um framleiðslu rafhlaðna fyrir bíla, skip, flugvélar og dreifikerfi gengur aldrei upp. Hráefnið er ekki til staðar og fyrir utan eyðilegging náttúrinnar við framleiðslu og förgun. Með þyngri bílum þá eykst viðhald gatna og þá þarf olíu svo það er langur vegur frá því að heimurinn sé að hætta olíunotkun. Að mörgu leyti er erfitt að sjá að þetta spari heimilum til lengri tíma vegna skattahækkanna og hækkandi orkuverðs vegna aukins dreifitaps. Annað raunsæi miðað hér á landi er detti rafmagn út þá ferðu ekki langt á rafmagnsbíl. Rafbíll gæti hentað á borgarsvæðum og stuttum vegalengdum en að öðru leyti óraunsætt að allir séu á slíkum tækjum.

Tal um orkuskort er gott mál en að mörgu leyti ýkt umræða og frekar óraunsæ. Hins vegar er þörf á slíku til að fá hreyfiaflið að koma hlutum í verk. Ef ekkert er komið af stað innan þriggja ára þá vissulega lítur dæmið illa út og þá getum við örugglega gleymt rafbílunum sem valkosti.


Bloggfærslur 19. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband