Er alþingi orðið aumingjastofnun?

Þessi spurning kemur upp í hugann þegar hugsað er til ríkisstyrktra stjórnmálaflokka. Rétta sagt félagasamtaka, Flokk fólksins, sem fær ríkisstyrk en er ekki stjórnmálaafl í lýðræðislegum skilningi.

Hvers konar aumingjavæðing er þetta. Hún var vissulega í boði Steingríms J. því styrkir þóttu of umdeildir eftir bankahrun. Afleiðingin lætur ekki að sér kveða. Skattféi á sóað á flokka sem komast ekki á þing eins og Sósílistaflokknum. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að borga fyrir áróður þeirra? Píratar fengu miljónir fyrir fyrirspurnir en skilja ekkert annað eftir sig.

Lög eru svo illa samin að það virðist enginn þingmaður vita hvað þeir eru að samþykkja. Ráðherrar eru síðan enn verri því þeir virðast ekki lesa minnismiða sem að þeim eru réttir. Tíu þingmanna flokkur ætti vel að komast yfir að lesa öll lög. Skipta verkum en fræða aðra um efni sem þeir lesa betur. Þessum vinnubrögðum er ekki fylgt eftir. Það er svo miklu skemmtilegra að láta dekra við sig, spila golf eða fara til útlanda.

Flokkur fólksins er allra verstu. Þar er skipt um fólk eins og nærbuxur og engin þörf talin á opnum samskiptum um stefnu og strauma. Þannig eiga kjósendur nú að kyngja loforðaflaum og stefnu fyrir kosningar sé troðið ofan í kokið á þeim. Bara vegna þess að nú eru þeir í ríkisstjórn. Ekki er hægt skrifa slíkt á ábyrgð því þá voru fyrr orð algerlega ábyrgðalaus.

Svona framganga telst ekki einu sinni popúlísk því það er skipt algerlega um stefnu.

Það jákvæða er að flokkurinn mun hverfa í næstu kosningum. Það mun enginn taka á mark á þeim og það nægir engan veginn að skipta um fólk.

Hið eina rétta orð yfir þetta er SPILLING.


Bloggfærslur 21. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband