Framganga utanríkisráðherra mun fara sömu leið og útrásvíkinga

Útrásavíkingar háðu sína lokabaráttu í fjölmiðlum á Íslandi. Þar var hver fyrirsögnin af annarri um ágæti þeirra og hversu klárir þeir væru. Utanríkisráðherra er að nota sömu taktík og leið hennar er dæmd til að mistakast. Því bakvið allar fyrirsagnirnar og diguryrðin liggur harla fátt. Innihaldsleysið gapir framan í mann við lestur eða hlustun.

Sem sagt leifturárás með dyggrar aðstoðar fjölmiðla virkar ekki enda farin að grisjast út hverjir nenna að birta efni sem að þeim er ýtt.

Forsætisráðherra gerir enn verra með þögn eða segja allt annað þegar loks eitthvað kemur úr þeirri átt. Ríkisstjórnin er ekki að ganga í takt hvað sem sagt er í fjölmiðlum. Mýsnar í Flokki fólksins gætu alveg eins skriðið ofan í holu því enginn myndi sakna þeirra. Að sætta sig við úldinn ostbita er ekki leið til farsældar. 

Af hverju segi ég að leið utanríkisráðherra sé dauðadæmd er sú að hún hefur ekkert bakland til að byggja upp augnablikið. Það sama átti við um útrásavíkingana. Þeir tóka bara lán ofan í lán og slóu upp fyrirsögnin. 

Drónamálið í Danmerku styður þetta vel enda enginn innstæða að kenna Rússum um það. Enda getur enginn heilvita bent á að þetta sé þeim að kenna. Hvað með drónana sem sáust í Bandaríkjunum? Voru það Kínverjar eða kannski Rússar, eða bara líklega allt annað?

Samkvæmt minni greiningu þá get ég prísað mig sælan að landið fari ekki í ESB en loddaraskapur Viðreisnar að læða inn hinu og þessu er fyrir neðan allt velsæmi.


Bloggfærslur 4. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband