1.2.2025 | 17:35
Flokkur fólksins með allt niður um sig
Flokkur fólksins minnir mikið á Pírata flokkinn. Báðir eru stofnaðir eftir hrun og ná inn með að höfða til tilfinninga fólks (popúlismi). Báðir flokkar halda að alþingisstörf séu kaffispjall, annar á kaffihúsi og hinn í eldhúsinu.
Það allra sameiginlegasta er að hvorugur flokkurinn hefur trúverðugleika. Þeir geta vel æmt í stjórnarandstöðu en þegar kemur að stjórn þá eru ákveðnir þættir sem þurfa að vera í lagi. Þeir eru bara alls ekki í lagi hjá Flokki fólksins. Að höfða til tilfinninga fólks getur hjálpað að ná í atkvæði en það hjálpar ekkert við stjórn.
Miðað við þennan rúma mánuð síðan stjórnin var mynduð þá virðast þessir flokkar algerlega vanhæfir í stjórn landsins.
Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)