Skynvillubragð fréttaflutnings

Merkilegt er að AFP fréttastofan er mjög gjörn á að velja einhliða málstað, gæti líka verið að þýðindinn klippi út hina hliðina. Get illa skilið að það sé svona mikið mál að týna til hvað er verið að gera í starfi. Líklega ætti frekar að ýta þessu að stjórnendum enda þurfa þeir að sýna fram á tilurð starfsins.

Þessi frétt velur hins vegar að moldviðrast út í verknaðinn og líta svo á að þetta sé ekki hlutverk ríkisstarfsmanna að sýna fram á hvað þeir gera alla daga. Það er engin vanvirðing við starfsmann að láta hann sýna fram á hverju verk hans skila. Þetta á bæði við um starfsmann í einkareknu fyrirtæki eins og ríkisstarfsmanni.

Ein frétt í vikunni var um fjölmiðladeild Reykjavíkurborgar þar sem lagt var til sparnað með því að fækka þeim. Svarið var að þeir væru ekki allir sem fjölmiðlafulltrúar því sumir sinni viðburðum eins og menningarnótt. Af hverju heita þeir þá ekki kenndir við viðburðarstjórn í stað þess að tilheyra fjölmiðladeild. Niðurstaðan er að bókhald Reykjavíkurborgar, með 25 fulltrúa, er í algeru rugli þar sem lítið eftirlit er með hvað hver gerir.

Sem leiðir hugann að ríkisstjórninni sem segist vilja spara en vill henda óendalegum peningum í stríðsrekstur og ESB daður. Hvort tveggja þekkt fyrir spillingu og fjáraustur sem ekkert eftirlit er með. Allt tal um sparnað er bara til að geta fært féið í vasa útlendinga.

Mikið væri nú gaman ef ríkisstjórn tæki sig til að óskaði eftir upplýsingum um hvað allir þeirra starfsmenn (og nefndir) eru að gera og hvaða verki þau skila af sér.


mbl.is Ríkisstarfsmenn reknir ef þeir svara ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband