25.2.2025 | 15:41
Orðanotkun í pólitískri umræðu
Í pólitískri umræðu er oft slegið vel í og talað af miklum móð. Vissulega þarf móttakandinn að taka tillit til þess og svo virðist oft ekki vera og hægt að lofa ýmsu án efnda þegar til valda er komið. Vissulega á það við um ansi margar, ef ekki allar, ríkisstjórnir landsins.
Algengt er að tala um hægri og vinstri flokka. Þó virðist enginn þurfa að skilgreina það neitt frekar hvað er átt, það eiga allir að skilja. Það sama virðist eiga við um öfga flokka sem einhvernveginn eru alltaf til hægri í fjölmiðlum. Meira segja geta fengið stimpilinn harðlínu án þess að hafa nokkrurn tímann verið við völd. Hvernig það var fengið út frá reynslu veit ég ekki.
Hugtakanotkun á hægri og vinstri segir okkur afar fátt og virðast pólitíkusar ekki sjálfir vita hvað liggur að baki. Þannig sagðist viðmælandi Viðreisnar að sér þætti nýji meirihlutinn í Reykjavík full langt til vinstri án þess að skýra neitt mál sitt frekar.
Þessi lenska að koma með ný hugtök, eins og inngilding, og gera ráð fyrir að allir viti um hvað viðmælandinn er að tala er fölsk nálgun. Þarna er viðmælandinn einungis að upphefja sjálfan sig án þess að þurfa skýra mál sitt þannig að allir skilji. Með svona orðanotkun er verið að setja sig á hærri stall. Því miður er pólitíkin á Íslandi á svo lágu plani að betra væri að tala á mannamáli. Það sama á við um fjölmiðlafólk.
Annað dæmi er til dæmis stríðsátökin í Úkraínu að tala um tilhæfulausa árás Rússa. Þetta er alger vanvirðing gagnvart hinum aðilanum. Efast stórlega um að fólk framkvæmi jafn stóra hluti ef ekkert tilefni er til þess. Burt séð frá því hvort þér finnst það ólöglegt en var Líbíu stríðið ekki ólöglegt af hendi Nató?
Lokum þessu á dæmi um orð sem hafa í raun enga merkingu í pólitískri umræðu:
öfga- (hægri (harðlínu))
vinstri flokkar (mið og hægri)
lýðræði
Þjóð (á sama tíma og talað er um globalisma(ESB))
þjóðin
heimurinn (þegar átt er við vesturlönd)
Sameinuðu þjóðirnar (síðan hvenær hafa þjóðir heimsins sameinast um eitthvað?)
Inngilding
Fjölmenning
Fjölbreytni (þar sem sumar skoðanir eru kvaddar í kútinn)
Frelsi
Listinn er lengri en læt þetta nægja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)