3.2.2025 | 21:13
Hvernig á að spara þegar hin hendin vill eyða?
Yfirborðskennda planið er loks látið í ljós, eins rýrt og það er. Fyrsta setningin er bráðaaðgerðir í húsnæðismálum (eyðsla) en næsta setning segir aðhald og engin ný eyðsla nema sparað sé á móti. Hvernig er þá hægt að fara í bráðaaðgerðir?
Svo kemur eyðslan með hækkun í fæðingaorlofskerfinu en ekkert nefnt hvað eigi að gefa eftir á móti. Svo á að löggilda einhvern samning frá Sameinuðu þjóðunum sem líklega er óútfylltur víxill.
Svo á að virkja og einfalda verkferla við ákvarðinir um virkjanir sem líklega er ókeypis skv. planinu. Breytingar á veiðigjaldi er auðvitað ekkert annað en hækkun skatta (tekjur til að fela eysluna), ásamt upptalningu á fleiri hækkanir á sköttum.
Fækkun ráðuneyta er bara vasapeningur til að sýnast.
Síðan á að koma þjóðinni í ESB og byrja með bókun 35 sem okkur er sagt að hafi ekkert nema kosti fyrir Íslendinga (þótt það mögulega stangist á við stjórnarskrá). Kostnaðurinn við að halda þjóðaratkvæðargreiðsluna er auðvitað ekki nefndur en hins vegar á að gera fríverslunarsamninga við nokkur lönd (líklega kostar það ekkert). Sem er alger þversögn því ef farið verður ESB leiðina þá falla þessir samingar út. Segir manni bara að bjölluat Þorgerðar er bara eyðsla.
Plan sem á vera svo ofboðslega mikið plan er svo yfirborðskennt að það kemur hvergi fram hvernig eigi að nálgast þessa hluti. Ónákvæmt plan (eins og þetta) er líkegast til að skila litlum árangri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)