4.2.2025 | 15:09
Gervigreindin þaggar niðri í þér
Miðað við hvernig gervigreind hefur verið kynnt undanfarin ár þá þaggar hún niðri í fólki því þetta á allt að vera svo upplýst og auðvelt að setja fram. Í því er falin mesta hættan að setja fram yfirborðskennda hluti sem rista ekki djúpt. Myndin sem sett er fram með fréttinni sýnir þetta vel. Breytt er bakrunni myndar af manneskju á fljótlegan hátt.
Einmitt svo fljótlegt, auðvelt en án innihalds.Það sama á við um textagerð. Þú getur samið lag, ljóð og fleira. Hængurinn er að þetta er allt byggt á fyrri vitneskju og bætir engu við þá vitneskju. Við erum því ekki að skapa neitt nýtt með gervigreindinni heldur einungis að flýta okkur.
Með því erum við að þagga niðri í okkur að skapa ekki nýja hluti heldur endurraða því gamla. Vissulega er þægilegt að láta raða fyrir sig upplýsingum en skapar það auð fyrir marga?
Gervigreind er ekki endilega slæmur hlutur. Hjálpar okkur að forrita hraðar en held að með tímanum þá verði fátt sem hún skilji eftir. Það vantar stökkið í nýja sköpun og umfram allt orku.
Gervigreindin notuð til að breyta myndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)