28.3.2025 | 23:05
Sýndarveruleiki bæjarstjóra Kópavogs
Í dag voru fréttir á RÚV og visi.is um að bæjarstjórinn í Kópavogi hafi lagt til að lækka laun bæjarfulltrúa um 10%. Efnislega fylgdi ekkert meira um útfærslu á Rúv en þetta var sagt gert til að vinna á móti launahækkunum kennara. Visi.is var meira efnislega og kom þar í ljós að 10% voru laun fyrir setu í bæjarstjórn og lækkun á nefndarstörfum. Hins vegar áttu heildarlaun bæjarstjóra ekki að lækka og því bæri hún einungis 2% lækkun á móti allir hinir með 10%. Hún reyndi síðan að réttlæta gjörningin með að hinir væri í annarri vinnu en hún ekki.
Þótt þetti hljómi voða gott mál þá er þetta ekki einu sinni til að vega upp á móti launahækkun í einum skóla. Hver eru skilaboðin fyrir aðra starfsmenn Kópavogsbæjar? Að það megi ekki hækka launin þeirra meira, helst að lækka þau.
Vissulega eru laun bæjarfulltrúa og bæjarstjóra alltof há en afhverju þá ekki bara að segja það og leggja fram um gott fordæmi. Hætta verðbólguhvetjandi hækkun launa þeirra með launavísitölu og fylgja hækkunum á almennum markaði.
Svona sýndarmennska á heima í Samfylkingunni og bæjarstjórinn ætti að hætta að ljúga að sjálfri sér og skipta um flokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)